Stuttmyndin O (Hringur) hlaut nýverið verðlaun sem kennd eru við borgina Târgu Mureș í Rúmeníu. Verðlaunin voru veitt á 33. Alter-native kvikmyndahátíðinni.
Myndin, sem var frumsynd á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum, hefur nú þegar hlotið sautján verðlaun. O (Hringur) er einnig í forvali til Óskarsverðlaunanna árið 2026.
Þetta er ljóðræn frásögn um mann sem vill ná árangri, en helsta hindrun hans er hann sjálfur. Leikstjóri myndarinnar er Rúnar Rúnarsson og Heather Millard er framleiðandi. Aðalhlutverkið fer í höndum Ingvars E. Sigurðssonar.
Millard lýsir ferli myndarinnar sem ótrúlegu ferðalagi, sem hefur verið fyllt af áskorunum og sigri.