Bandaríski leikarinn Eric Dane, þekktur fyrir að leika Dr. Mark Sloan eða „McSteamy“ í læknaþáttunum Grey“s Anatomy, hefur verið í baráttu við ALS síðan í apríl. Áhrif sjúkdómsins eru nú orðin áberandi, þar sem Dane notar hjólastól til að auðvelda sér ferðir á milli staða.
Í vikunni var leikarinn myndaður á flugvelli í Washington, þar sem hann virtist veikburða og fékk aðstoð við að komast leiðar sinnar. Samkvæmt heimildum Daily Mail hefur heilsu Danes hrakað hratt á síðustu mánuðum.
Leikarinn, sem er 52 ára og tveggja barna faðir, ræddi opinskátt um sjúkdómsgreininguna í einlægu viðtali við sjónvarpskonuna Diane Sawyer í júní. Í því viðtali viðurkenndi hann að hann hefði miklar áhyggjur af því að lamast í hand- og fótleggjum.
Í samskiptum við götuljósmyndara talaði Dane með rámri rödd og virtist eiga í erfiðleikum með að bera fram orð. Þegar hann var spurður um hvað hann vildi segja við aðdáendur sem vonuðu að allt væri í lagi, mátti glöggt heyra að veikindin höfðu haft mikil áhrif á rödd hans.