Jessica Beniquez hefur farið í gegnum stórkostlegar breytingar á lífi sínu eftir að hún missti meira en helming af líkamsþyngd sinni. Árið 2017 var hún 21 árs og vó 145 kíló, en eftir tveggja ára átak var hún komin niður í 68 kíló. Þyngdartap hennar var á engan hátt stutt af lyfjum, heldur breytti hún lífsstíl sínum og mataræði.
Í samtali við Daily Mail lýsir Jessica því hvernig henni leið eins og hún væri óstöðvandi á þessum tíma. Eftir að hafa náð markmiði sínu, þegar hálft ár var liðið, fann hún hnúð í handarkrikanum á sér meðan hún var að raka sig í sturtunni. Hún leitaði læknis sem sagði að hnúðurinn væri aðeins bólginn eitill og að hún ætti ekki að hafa áhyggjur.
Maánuði síðar gekkst Jessica undir aðgerð þar sem fjarlægðar voru tvö og hálft kíló af aukahúð. Þrátt fyrir að hnúðurinn hefði ekki verið fjarlægður, sögðu læknarnir aftur að hún ætti ekki að hafa áhyggjur. Nokkrum mánuðum síðar var ákveðið að taka annað sýni, þar sem hnúðurinn var enn á sínum stað. Þá kom í ljós að hún var með Hodgkins-eitilæxli á fjórða stigi, sem hafði dreift sér í handarkrikann, miltað og nára.
„Ég trúði þessu ekki, ég var í áfalli. Ég hafði lagt svo mikla vinnu í að bæta heilsuna mína og hélt að ástandið myndi bara batna,“ segir Jessica um fréttirnar. Þó svo að þessi krabbameinstegund sé sjaldgæf, er hún talin mjög meðhöndlanleg. Um 84 prósent þeirra sem greinast með þetta krabbamein lifa lengur en fimm ár eftir greiningu.
Jessica hefur einnig hugsað um mögulegar tengingar við fjölskyldusögu sína, þar sem faðir hennar var greindur með sama krabbamein þegar hann var yngri, sem gefur til kynna að hugsanlega sé um arfgenga þætti að ræða. Hún hefur verið í bata síðan árið 2019 eftir að hafa farið í lyfja- og geislameðferð.