Karlmaður á þrítugsaldri, sem hefur eytt hundruðum þúsunda króna á síðustu mánuðum í gjafir til kvenna á síðum eins og OnlyFans, hefur skrifað bréf til sambands- og kynlífsráðgjafans Sally Land í The Sun. Í þessu bréfi lýsir hann áhyggjum sínum um fjárhagslegan vanda sem hann tengir við blætið sem kallast findom, stytting á financial domination.
Maðurinn, sem er einhleypur, segist ekki geta hætt að senda peninga og gjafir til þeirra kvenna sem hann kynnist á netinu. „Tilfinningin að gefa allan peninginn minn og sparnaðarfé er ótrúleg. En bankareikningurinn minn er næstum tómur og ef ég held þessu áfram verð ég gjaldþrota,“ skrifar hann.
Hann útskýrir að blætið sé fantasía fyrir sig að kona tæmi bankareikninginn hans, sem veitir honum mikla ánægju. „Tilfinningin að vera niðurlægður er svo spennandi. En ég hef áhyggjur af framtíðinni, þetta hefur áhrif á líf mitt. Ég hef ekki efni á að fara í frí og get ekki keypt mér nýjan bíl,“ bætir hann við.
Ráðgjafinn Sally Land svarar að þetta sé ekki skaðlaust blæti. Hún bendir á að þó það sé kynferðislegt að einhverju leyti tengist það frekar sjálfskaðahegðun og getur haft alvarlegar afleiðingar. Hún hvetur manninn til að leita faglegrar aðstoðar og rannsaka rætur þessa hegðunar, sem gæti tengst fortíð hans.