Í dag eru tveir leikir í ensku úrvalsdeildinni. Arsenal fer í heimsókn til Newcastle, þar sem liðið getur með sigri komist upp í 2. sæti deildarinnar. Newcastle hefur átt erfitt tímabil og liðið hefur aðeins unnið einn leik til þessa.
Auk þess fær Aston Villa Fulham í heimsókn. Aston Villa er enn að leita að sínum fyrsta sigri á tímabilinu, en Fulham hefur möguleika á að komast í evrópusæti ef þeir ná í sigur.