Í nýjasta þætti af Íþróttavikunni voru Elvar Geir Magnússon, ritstjóri Fótbolta.net, og Bjarni Helgason, blaðamaður á Morgunblaðinu, gestir Helga Fannars Sigurðssonar. Rætt var um landsliðshópinn sem Arnar Gunnlaugsson valdi nýverið, þar sem Bjarni lýsti óánægju sinni með að Gylfi Þór Sigurðsson væri ekki í hópnum. Hann sagði: „Ég hefði tekið hann frekar en Andra Fannar.“
Elvar tók einnig til máls og nefndi að þegar Arnar tók við landsliðinu hefði hann gefið eldri leikmönnum tækifæri sem ekki hefði skilað sér í leik. „Maður hélt að þeir myndu eiga fast sæti í liðinu, en það hefur ekki gerst. Það er stundum erfitt að lesa í Arnar, en nú þegar við erum með þessa þrjá glugga með stuttu millibili, virðist hann reyna að halda smá félagsliðastemningu með því að halda í sömu menn,“ sagði Elvar.
Bjarni hélt áfram að útskýra hvernig Gylfi, ásamt Jóhanni Berg, hefði getað verið dýrmæt viðbót í síðasta hóp. „Eins og í leiknum gegn Úkraínu, þegar við töpuðum 3-5, spurði ég hvort það hefði ekki verið gott að hafa Jóa og Gylfa á bekknum. Þeir hefðu getað komið inn í 3-3 þegar lítið var eftir og hjálpað til við að ná jafntefli eða jafnvel sigrinum,“ sagði Bjarni.
Gylfi hefur verið í góðu formi að undanförnu, sérstaklega í lokakeppni Bestu deildarinnar, og spurningin um val hans kom aftur upp. „Ef Gylfi er ekki valinn núna, hvenær þá?“ spurði Helgi, og Elvar svaraði: „Ef við erum að fara í umspil, þá verður hann á undirbúningstímabili með Víkigni.“ Elvar taldi að þar sem Gylfi hefði ekki verið valinn núna væri erfitt að sjá hann koma aftur inn í hópinn, þó að allt geti breyst á stuttum tíma.
Þátturinn í heild sinni er aðgengilegur á spilaranum.