Bojana Popovic, þekkt handboltagoðsögn, hefur verið rekin sem þjálfari kvennaliðs Busucnost í heimalandi sínu, Svartfjallalandi. Popovic, sem hefur stýrt liðinu í fimm ár, hafði einnig verið þjálfari kvennalandsliðsins í Svartfjallalandi.
Hún tók nýverið við sem aðstoðarþjálfari hjá Helle Thomsen, sem stýrir danska kvennalandsliðinu. Markmið hennar var að sinna því starfi samhliða þjálfun Busucnost. Popovic er talin ein af bestu handboltakonum í sögu íþróttarinnar, en hún vann Meistaradeildina sex sinnum og komst í úrslitaleik á Ólympíuleikunum í London árið 2012 með Svartfjallalandi.