Brendan Rodgers hefur ákveðið að segja af sér sem stjóri Celtic í kvöld, eftir að liðið tapaði 3-1 gegn Hearts um helgina. Martin O“Neill tekur við sem bráðabirgðastjóri liðsins.
Tímabilið hefur verið erfitt fyrir Celtic, þar sem liðið er nú 8 stigum á eftir toppliði Hearts eftir níu umferðir. Rodgers hafði áður stýrt Liverpool frá 2012 til 2015 og tók við Celtic árið 2016, en yfirgaf félagið árið 2019 til að taka við Leicester. Hann sneri aftur til Celtic á árinu 2023.
Undir stjórn Rodgers vann Celtic skosku deildina fjórum sinnum. Klúbburinn þakkar honum fyrir vel unnin störf og mun upplýsa stuðningsmenn um ráðningu nýs stjóra eins fljótt og hægt er.
O“Neill, sem er 73 ára gamall, stýrði Celtic frá 2000 til 2005 og vann skosku deildina og skoska bikarinn þrjár sinnum. Shaun Maloney, fyrrum leikmaður liðsins, mun einnig vera í stjórninni.
Yfirlýsing klúbbsins var birt á Twitter: „Celtic Football Club“ (@CelticFC) 27. október 2025.