Shewarge Alene, eþíópsk hlaupakona, er látin aðeins þrítug að aldri. Hún lést í dag, samkvæmt tilkynningu frá skipuleggjendum Stokkhólmsmaraþonsins, en Alene hafði unnið maraþonið í Stokkhólmi í maí síðastliðnum.
Í tilkynningunni kemur fram að Alene hafi orðið fyrir veikindum á meðan hún var í æfingu, sem leiddi til þess að hún var flutt á sjúkrahús. Endurlífgunartilraunir á sjúkrahúsinu voru árangurslausar og var Alene úrskurðuð látin stuttu eftir komuna þangað.
Á ferlinum tók Alene þátt í 27 maraþonum frá árinu 2011 til 2025, þar sem hún vann tolf þeirra. Besti árangur hennar var í maraþoni í Cape Town, Suður-Afríku, þar sem hún hljóp á 2:27,26 klukkustundum.