Faðir Florian Wirtz hefur tjáð sig um erfiða byrjun sonar síns hjá Liverpool. Hann bendir á að þótt kaupverðið sé 116 milljónir punda, þá breytir það ekki því að aðlögun tekur tíma. Wirtz, sem er 22 ára, gekk til liðs við félagið í sumar eftir að Liverpool vann keppni gegn mörgum stórum félögum í Evrópu um þýska landsliðsmanninn.
Kaup Wirtz voru meðal stærstu í sögu ensku úrvalsdeildarinnar, en hann hefur enn ekki skorað eða lagt upp mark í fyrstu tíu deildarleikjunum. Auk þess hefur hann verið utan byrjunarliðs Arne Slot í nokkrum síðustu leikjum. Faðir hans, Hans Wirtz, segir að fjölskyldan hafi búist við svona byrjun og að Florian sé nú að venjast hraða og kröfum ensku deildarinnar.
„Við ákváðum strax að meta fyrstu tíu leikina áður en draga ályktanir,“ sagði Hans við Bild. „Við og Florian erum fullkomlega sáttir. Hraðinn, baráttan og óskipulagði hraðinn voru áberandi fyrstu leikina, það er mikill munur frá þýska boltanum.“
Hans bætir við að sonur hans passi vel inn í liðinu til lengri tíma. „Það eru enn hlutir sem þurfa að smella hjá liðinu og honum sjálfum. En ég vona að hann sé nógu góður til að aðlagast kröfunum og njóti þess jafn vel og í Þýskalandi,“ sagði hann að lokum.