Golfsamband Íslands hefur samið um samstarf við Golf Expo 2026, sem er haldið af Vista Expo og Nordic Live Event. Fyrirhuguð sýning fer fram í Laugardalshöll dagana 7. og 8. mars 2026.
Markmið þessarar sýningar er að sameina fyrirtæki, golfklúbba og önnur aðila innan golfhreyfingarinnar á Íslandi á einum vettvangi. Þar verður boðið upp á kynningu á vörum, þjónustu og nýjungum, auk þess að efla tengslanet og styrkja ímynd golfsins sem fjölbreyttrar og ört vaxandi íþróttar.
Björgvin Þór Runarsson, eigandi IGE 2026, segir: „Það er frábært að fá að vinna með Golfsambandi Íslands að enn meiri uppbyggingu á golfíþróttinni á Íslandi. Með þessu samstarfi erum við að stíga stórt skref í þá átt að sameina golfáhugamenn og fyrirtæki til að efla golfíþróttina.“
Fannar Már, markaðsstjóri GSI, bætir við: „Við hjá Golfsambandi Íslands erum spennt fyrir samstarfi okkar við Vista Expo og Nordic Live Event. Það var kominn tími á eina stóra hátíð fyrir okkur golfarana, og það er hrikalega gaman að sjá hvað þetta fer af stað af miklum krafti.“