Haukar taka á móti ÍBV í 5. umferð úrvalsdeildar kvenna í handbolta í kvöld. Leikurinn fer fram á Aðsvöllum í Hafnarfirði klukkan 18:30.
Haukar eru í fimmta sæti deildarinnar með fimm stig, á meðan ÍBV situr í þriðja sæti með sex stig. Mbl.is mun fylgjast með gangi mála í beinni textalýsingu á meðan leiknum stendur.