Helgi Froði Ingason byrjaði leikinn á bekknum þegar Helmond tapaði 1-0 gegn Den Bosch í næst efstu deild í Hollandi í kvöld. Hann kom inn á síðustu mínútunum en hefur aðeins spilað fimm mínútur í síðustu tveimur leikjum.
Helmond er nú í 9. sæti deildarinnar með 16 stig eftir 12 umferðir. Á sama tíma var Óttar Magnús Karlsson ónotaður varamaður fyrir Renate, sem náði að jafna 1-1 gegn U23 liði Inter. Renate situr í 6. sæti í ítölsku C-deildinni með 13 stig eftir 10 leiki.