Heung-Min Son, knattspyrnumaður frá Suður-Kóreu, hefur staðfest að hann ætlar ekki að snúa aftur í Evrópuboltann í janúar. Son yfirgaf Tottenham í sumar og gekk til liðs við Los Angeles FC í Bandaríkjunum. Það er algengt að leikmenn sem flytja til bandarísku deildarinnar geri stuttan lána samning í janúar þegar deildin er í frí, en Son hefur hafnað þeirri hugmynd.
„Ég mun ekki yfirgefa LAFC í vetur eða á meðan ég er samningsbundinn liðinu. Ég ber ómælda virðingu fyrir þessu félagi,“ sagði Son. „Á meðan ég klæðist þessari treyju mun ekki koma til greina að fara á lán. Ekki sjéns.“
Son hefur aðlagast MLS deildinni með miklum krafti, þar sem hann hefur skorað fjórtán mörk í tólf leikjum. Liðið hans er nú komið í aðra umferð í úrslitakeppni deildarinnar, sem sýnir fram á framúrskarandi frammistöðu hans í nýju umhverfi.