Ingvar Freyr Þorsteinsson, fyrirliði Víkingur Ólafsvík, lýsti því yfir að næsta helgi gæti orðið stórkostleg veisla í fótbolta eftir sigur liðsins í vítaspyrnukeppni gegn Gróttu í undanúrslitum Fótbolta.net bikarsins. „Þetta var rosalegt. Veit ekki hvað ég á að segja. Við áttum stúkuna gjörsamlega í dag á Seltjarnarnesi. Við gerum það bara næstu helgi líka,“ sagði Ingvar eftir leikinn.
Leikurinn endaði með 6-7 sigri Víkinga Ólafsvíkur, þar sem stuðningur frá Ólsurum var mjög áberandi. „Þetta gerði helling. Þetta var klárlega tólfti maðurinn í dag. Sérstaklega þegar maður spilar í 120 mínútur og þau héldu áfram allan tímann, þetta var rosalegt,“ bætti hann við.
Ingvar talaði einnig um hvernig liðið stóð sig í leiknum. „Mér fannst við loka vel á þetta í lokin. Svo settu þeir mark á lokamínútunum sem var verðskuldað eða ekki verðskuldað? Í framlengingunni sóttu þeir grimmir, og það var kannski smá heppni með okkur þar,“ sagði hann.
Um vítaspyrnukeppnina sagði Ingvar: „Þetta var helvítis stress, en ég vissi alltaf að Jón Kristinn markmaður var alltaf að fara að bjarga þessu.“ Nú tekur við úrslið leikurinn á Laugardalsvelli þar sem Ólsarar mæta Tindastóli á föstudaginn.
Ingvar endaði á að segja: „Miðað við stúkuna þeirra í gær og stúkuna okkar í dag verður þetta einhver helvítis veisla næstu helgi. Þetta verður bara hörkuleikur. Tvo landsbyggðarlið að mætast, gerist ekki skemmtilegra.“
Viðtalið við Ingvar má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.