Romelu Lukaku, framherji Napoli, hefur verið frá keppni vegna meiðsla sem hann varð fyrir á undirbúningstímabilinu. Fyrirhuguð endurkomu hans hefur verið frestað, þar sem hann átti að vera fjarverandi í þrjá til fjóra mánuði.
Ítalski miðillinn Gazetta dello Sport greinir frá því að þó að von hafi verið á því að Lukaku gæti snúið aftur í lok nóvember, ætlar Napoli að fara varlega með hann. Að sögn heimildarmanna er von á því að hann komist út á völlinn aftur þann 18. desember, þegar liðið mun mæta Milan í undanúrslitum ítalska Ofurbikarsins.
Til að leysa Lukaku af hólmi hefur Rasmus Højlund verið fenginn til Napoli frá Manchester United. Højlund hefur átt góðu gengi að fagna og skorað fjögur mörk í sex leikjum.