Marc Guehi, fyrirliði Crystal Palace, mun að öllum líkindum fara frítt frá félaginu næsta sumar þegar samningur hans rennur út. Samkvæmt enskum fjölmiðlum er Liverpool undirbúið að mæta verðugri samkeppni um þennan öfluga varnarmann. Manchester City á í hyggju að leggja allt í sölurnar til að tryggja sér þjónustu Guehi næsta sumar.
Guehi, sem er 25 ára gamall enskur landsliðsmaður, var á næstum að skrifa undir hjá Liverpool á lokadegi gluggans. Hann fór í læknisskoðun hjá félaginu, en Crystal Palace ákvað að halda honum áfram. Ljóst er að baráttan um Guehi verður hörð næsta sumar þegar hann verður laus við Crystal Palace.