Lionel Messi er að skrifa undir nýjan samning við Inter Miami í Bandaríkjunum, samkvæmt helstu miðlum þar ytra. Margir telja Messi vera besta knattspyrnumann sögunnar og hefur hann haft veruleg áhrif á þróun knattspyrnunnar vestan hafs.
Samningur hans, sem nú er í gildi, rennur út eftir tímabilið. Nýr samningur mun gilda til loka tímabilsins 2027. Messi, sem er 38 ára gamall, gekk í raðir Inter Miami frá Paris Saint-Germain árið 2023. Á þeim tíma hefur hann skorað 62 mörk og lagt upp 30 í 75 leikjum.