Jose Mourinho, stjóri Benfica, sneri í gær aftur á Stamford Bridge þar sem hans lið tapaði 1-0 fyrir Chelsea í Meistaradeildinni. Mourinho, sem tók við Benfica á dögunum, fékk heitar móttökur frá stuðningsmönnum heimaliðsins, sem sungu nafn hans meðan leikurinn fór fram.
„Ég tilheyri sögu Chelsea og þeir tilheyra mér,“ sagði Mourinho eftir leikinn og bætti við að samband hans við félagið yrði alltaf sterkt. Þrátt fyrir tapið var hann ánægður með frammistöðu sinna manna, en gagnrýndi leikmann Chelsea.
Mourinho sagði: „Malo Gusto átti í erfiðleikum en Maresca gat skipt inn betri leikmanni, Reece James. Chelsea getur bara skipt inn betri manni, það er munurinn á þessum hópum.“