Raphinha hefur viðurkennt að hann hafi verið mjög nálægt því að yfirgefa Barcelona sumarið 2024, áður en Hansi Flick tók við liðinu. Flick sannfærði hann um að vera áfram hjá félaginu, sem var tilbúið að selja Raphinha vegna fjárhagslegra aðstæðna. „Ég var að hugsa um að fara eftir Copa América 2024. Andlega leið mér ekki vel, og það voru sögusagnir á hverjum degi um að ég væri á leið annað. Þá hringdi Flick í mig og fékk mig til að hugsa öðruvísi. Ég er mjög feginn að hann gerði það,“ sagði Raphinha.
Samkvæmt heimildum hafði Al-Hilal boðið Barcelona 100 milljónir evra fyrir leikmanninn, auk fjögurra ára samnings að verðmæti 170 milljóna evra. Raphinha viðurkennir að þetta hafi verið freistandi. „Samningurinn í Sádi-Arabíu hefði breytt lífi mínu. Það hefði ekki bara hjálpað mér, heldur fjölskyldunni minni og vinum. Við hugsuðum alvarlega um að fara, en Flick sannfærði mig um að vera. Ég sé ekki eftir því,“ sagði Raphinha.
Eftir að hafa ákveðið að vera áfram átti Raphinha frábært tímabil 2024–2025, þar sem hann skoraði 34 mörk og lagði upp 26 í 57 leikjum. Hann hefur haldið uppteknum hætti á þessari leiktið.