Unai Emery, stjóri Aston Villa, hefur tjáð sig um stöðu Jadon Sancho og segir að hann sé ekki í nægilega góðu formi. Sancho, sem er á láni frá Manchester United, fékk ekki að æfa með sínu liði í sumar og virðist ekki hafa verið nægilega duglegur sjálfur.
Sancho spilaði sinn fyrsta leik fyrir Aston Villa í vikunni, þar sem liðið tapaði gegn Brentford í enska deildarbikarnum. Hann byrjaði leikinn og fékk tækifæri til að koma Villa í 2-0, en leikurinn endaði 1-1 og fór í vítaspyrnukeppni.
Emery sagði: „Við verðum að byggja upp lið á nýjan leik og verða öflugir. Nýir leikmenn þurfa að komast sem fyrst inn í hlutina.“ Hann lagði einnig áherslu á að Sancho verði að komast í betra form, auk þess sem Harvey Elliott þurfi að aðlagast leikstíl liðsins.