Samkvæmt upplýsingum frá BBC er Sean Dyche efstur á óskalista Evangelos Marinakis, eiganda Nottingham Forest, ef Ange Postecoglou verður rekinn. Postecoglou hefur átt erfitt uppdráttar með Nottingham Forest þar sem liðið hefur ekki unnið leik eftir sjö fyrstu umferðirnar í deildinni.
Í síðasta leik tapaði liðið 2-0 gegn Newcastle United, og framundan eru erfiðir leikir gegn Chelsea, Porto, Bournemouth og Manchester United. Þrátt fyrir að aðeins sé liðinn mánuður frá ráðningu hans er starfið hans í hættu.
Dyche hefur verið án atvinnu síðan hann var rekinn frá Everton í janúar. Þó hefur verið rætt um að hann sé einnig á lista fyrir þjálfarastöðu hjá Rangers í Skotlandi, en BBC bendir á að Dyche hafi ekki mikinn áhuga á því starfi. Hins vegar hefur hann mjög mikinn áhuga á því að taka við Nottingham Forest, þar sem hann býr í nágrenni við Nottingham og hefur áður verið hluti af akademíu liðsins á sínum unglingsárum.