Á öðrum keppnisdegi heimsmeistaramótsins í frjálsíþróttum í Tokyo í Japan voru keppt í sex greinum, þar sem allir sigurvegararnir unnu gullverðlaun í fyrsta sinn á HM utanhús.
Í 100 metra hlaupi karla var mikil spenna, þar sem Jamaíkumenn tóku tvö efstu sætin. Oblique Seville sigraði með 9,77 sekúndur, aðeins fimm sekúndubrot á undan Kishane Thompson, sem varð annar. Noah Lyles, sem var að verja heimsmeistaratitil sinn, náði bronsinu með 9,89 sekúndur.
Í 100 metra hlaupi kvenna vann Bandaríkjakonan Melissa Jefferson-Wooden á nýju mótsmeti, 10,61 sekúndum. Jamaíkukonan Tina Clayton varð önnur, 15 sekúndubrot á eftir, og Julien Alfred frá Sankti Lúsíu tók bronsið á 10,84 sekúndum.
Í langstökk kvenna var búist við harðri samkeppni milli Töru Davis-Woodhall frá Bandaríkjunum og Malaika Mihambo frá Þýskalandi. Davis-Woodhall sigraði með 7,13 metra, sem var lengsta stökk dagsins, og bætti heimsmeistaratitilinn við Ólympíumeistaratitilinn sem hún vann í París í fyrra.
Í 10.000 metra hlaupi karla var mikil spenna í lokasprettinum. Eftir 9.960 metra tók Eþíópumaðurinn Yomif Kejelcha forystuna en Frakkinn Jimmy Gressier kom fram úr honum rétt áður en þeir náðu endamarks línunni. Gressier sigraði með 28:55,77 mínútum, aðeins sex hundraðustu úr sekúndu á undan Kejelcha, sem fékk silfrið. Svíinn Andreas Almgren vann bronsið.
Allir sex heimsmeistararnir sem krýndir voru í dag unnu sitt fyrsta gull á HM utanhús. Peres Jepchirchir frá Keníu sigraði í maraþoni kvenna með 2:24:43 klst, þar sem Eþíópíukonan Tigist Assefa varð önnur, tveimur sekúndum á eftir. Í kringlukasti kvenna sigraði Bandaríkjakonan Valarie Allman með 69,48 metra kasti og er hún tvisvar sinnum Ólympíumeistari.
Guðrún Karítas Hallgrímsdóttir keppti í undankeppni sleggjukasts en náði ekki að komast áfram. Hún kastaði lengst 64,94 metra, en til að komast áfram hefði hún þurft að kasta 70,70 metra. Lengsta kastið í undankeppninni var 77,52 metrar frá Camryn Rogers frá Kanada.
Næsti íslenski keppandi á HM er Sindi Hrafn Guðmundsson í spjótkasti, sem keppir á miðvikudagsmorgun. Erna Sóley Gunnarsdóttir er einnig á HM og keppir í kúluvarpi á laugardagsmorgun.