Skanderborg tryggði sér í dag fínan útisigur á Ribe-Esbjerg í efstu deild danska handboltans með fjögurra marka mun, 34:30. Þetta var sannkallaður íslendingaslagur, þar sem Kristján Örn Kristjánsson stóð upp úr fyrir Skanderborg, skoraði sjö mörk og var næst markahæstur á vellinum.
Aðeins liðsfélagi hans, Emil Lærke, náði að skora fleiri mörk, en hann skoraði átta. Fyrir Ribe-Esbjerg skoraði Elvar Ásgeirsson eitt mark í leiknum. Með þessum sigri er Skanderborg í öðru sæti deildarinnar með átta stig eftir fimm umferðir, meðan Ribe-Esbjerg situr í tíunda sæti með þrjú stig.