Ollie Watkinis, framherji Aston Villa, hefur þurft að draga sig úr hópi enska landsliðsins vegna meiðsla. Hann meiddist í æfingaleik gegn Wales, þar sem hann lenti í árekstri við stoð. Leikurinn endaði með 3-0 sigri Englendinga.
Í kjölfar þessara atvika hefur Dane Scarlett, 21 árs gamall framherji hjá Tottenham, verið kallaður inn í hópinn sem hans staðgengill. Liðið mun mæta Lettlandi á morgun, þar sem sigur getur tryggt þeim farseðil á HM. Scarlett hefur þó ekki spilað undir stjórn Thomas Frank á þessu tímabili, en hann hefur verið á bekknum í fimm leikjum. Hann hefur skorað eitt mark í 22 leikjum á ferlinum.
Að auki var Harry Kane ekki með í leiknum gegn Wales vegna meiðsla, en hann er búinn að ná sér og verður klár í slaginn gegn Lettlandi.