Valur tekur á móti hollenska liðinu Unirek í seinni leik liðanna í 2. umferð Evrópudeildar kvenna í handbolta. Leikurinn fer fram á Hlíðarenda klukkan 16 í dag.
Í fyrri leiknum, sem fór fram á útivelli, vann Valur með naumum mun, 31:30. Mbl.is mun veita beina textalýsingu frá leiknum og flytja fréttir af því helsta sem gerist.