Vestri og KR mætast í dag á Ísafjarðarvelli í lokaumferð Bestu deildar karla í fótbolta. Þessi leikur er úrslitaleikur um hvort annað liðið haldi sæti sínu í deildinni.
Bæði lið geta þó fallið úr deildinni með jafntefli, ef Afturelding vinnur IÁ á útivelli. Vestri þarf hins vegar að jafna ef Afturelding nær ekki að vinna á Akranesi.
Mbl.is er á staðnum og mun flytja beinar textalýsingar af leiknum.