Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, hefur lagt til að skólastjórar í landinu fái heimild til að vísa ofbeldisfullum nemendum í efstu bekkjum grunnskóla úr skóla án þess að viðeigandi sveitarfélag komi að málinu. Þessari tillögu kom hún á framfæri í viðtali við danska dagblaðið Berlingske, sem hefur nýverið fjallað um ofbeldi í grunnskólum Danmerkur.
Frederiksen leggur áherslu á að um tímabundna brottvísun verði að ræða í fyrstu, en hún telur að skólastjórar ættu einnig að hafa heimild til að neita ofbeldisfullum nemendum að snúa aftur í skóla. Hún segir að ofbeldi eigi ekki að vera umburðarlyndi gagnvart og að skólastjórar eigi að hafa fulla ábyrgð á því að tryggja öruggt umhverfi í skólunum.
„Ef þú ímyndar þér 15 ára ungling sem slær einhvern í höfuðið. Í dag eru of margir milliliðir til að hægt sé að bregðast við því í skólanum. Það ætti að vera skólastjórinn sem tekur ábyrgð og segir: „Þetta viljum við ekki sjá í skólanum. Þér er vísað úr skóla,“ útskýrir forsætisráðherrann í viðtalinu.
Frederiksen bendir á að ekkert umburðarlyndi eigi að ríka gagnvart ofbeldi og glæpum. Hún tekur þó fram að þessi aðgerð eigi ekki að vera beitt gagnvart börnum með greiningu sem „gætu misst stjórn á skapinu sínu“.