Skólameistarar framhaldsskóla á Íslandi, þar á meðal Menntaskólinn á Ísafirði, hafa gefið út yfirlýsingu til að koma á framfæri alvarlegum áhyggjum sínum vegna fyrirhugaðra breytinga á stjórnsýslu framhaldsskólanna. Þeir lýsa því yfir að þeir séu í miklum vafa um áhrif þessara breytinga á gæði menntunar og starfsemi skólanna.
Í yfirlýsingunni benda skólamestararnir á að núverandi kerfi byggist á trausti, virðingu og faglegum vinnubrögðum. Þeir telja að flutningur á fjármagni og valdinu yfir mannauði frá skólunum sé ógn við sjálfstæði þeirra og þar með gæði menntunarinnar.
Þeir leggja einnig áherslu á að breytingarnar virðist fyrst og fremst miða að því að draga úr faglegu starfi skólanna, frekar en að efla þjónustu við nemendur og starfsfólk. Áhyggjur eru einnig um að nýtt stjórnsýslustig muni veikja skólasamfélagið, draga úr nýsköpun og minnka sveigjanleika í námsframboði.
Í yfirlýsingunni er einnig bent á að það sé óásættanlegt að svo róttækar breytingar séu kynntar án raunverulegs samtals við þá sem best þekkja starfsemi framhaldsskólanna. Skólamestararnir telja að skortur á gagnsæi og efnislegum rökum í aðferðafræðinni sé alvarlegur galli.
Þeir kalla eftir því að stjórnvöld endurskoði áformin og hefji samráð áður en ákvarðanir um svo veigamiklar breytingar eru teknar. Skólamestararnir eru reiðubúnir til að taka þátt í málefnalegu samtali um umbætur í framhaldsskólakerfinu, með það að markmiði að þróa kerfið í þágu nemenda og starfsfólks skólanna.