Brynjar Steinn Gylfason, betur þekktur sem Binni Glee, hefur deilt sínum reynslusögum af stefnumótaforritinu Grinder, sem er hannað fyrir samkynhneigða karlmenn. Hann lét í ljós sínar skoðanir í hlaðvarpinu Teboðið sem er í umsjón Sunnevu Einarsdóttur og Birtu Líf Ólafsdóttur.
Binni lýsir því að hann sé mjög kröfuharður þegar kemur að því að velja karlmenn en að hann hafi sérstakan áhuga á íþróttamönnum. Hann bendir á að á Grinder sé fjöldi handbolta- og fótboltamanna, en margir þeirra séu enn í skápnum eða í sambandi. „Mikið af gaurum í samböndum, það er galið,“ segir hann. Hann deilir einnig skemmtilegum skilaboðum sem hann fékk nýverið: „Ég er mest straight en mig langar í eitthvað annað í kvöld.“
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Binni ræðir um reynslu sína á Grinder. Í Veislunni á FM957 sagði hann að margir þeirra karla sem sendi honum skilaboð séu í raun giftir eða í sambandi. „Grinder er bara fullt af gaurum í skápnum sem eru giftir eða í sambandi, það eru eiginlega einu gaurarnir sem tala við mig,“ útskýrði Binni.
Hann bendir á að margir karlar noti ekki fullt nafn á forritinu né deili andlitsmynd. „Allt discreet,“ sagði hann. Binni viðurkenndi að hann hafi áður hitt giftan mann, en vissi ekki þá að maðurinn væri í sambandi. Hann komst að því eftir á.