Ella Mint, áhrifavaldur á samfélagsmiðlum, deildi nýverið færslu á Instagram sem hefur vakið mikla athygli. Í færslunni leggur hún áherslu á mikilvægi sjálfsástar og að njóta lífsins óháð líkamsstærð. Ella, sem er stæðileg kona, hefur ákveðið að brjóta vítahringinn sem hefur haldið henni aftur í að fylgja draumum sínum.
„Ég ákvað að HÆTTA AÐ SEGJA „Ég geri það þegar ég er búin að léttast“,“ skrifar hún. Ella bætir við að líf hennar hafi tekið jákvæðar breytingar eftir að hún hafnaði þessari hugsun. Hún deilir reynslu sinni af því að fara í þyrluflug yfir Kóralrifið, kafað þrátt fyrir mikinn ótta, stundað brimbrettasiglingar í Byron-flóa og notið sólarinnar í bikiníi á ströndinni.
„Í svo mörg ár kom ég í veg fyrir að ég gerði hluti sem ég langaði til að gera vegna þess að mér fannst líkamin minn ekki líta nógu vel út,“ skrifar Ella. „En síðan ég fór að hunsa þá heimskulegu reglu hefur líf mitt orðið svo miklu betra.“ Hún hvetur fylgjendur sína til að sleppa því að láta útlit eða líkamsstærð hindra sig í að lifa lífinu af fullum krafti.
„Líkaminn þinn ætti aldrei að halda aftur af þér í einu eða neinu í lífinu. Sama hvernig líkamin þinn lítur út þá áttu skilið að gera hluti alveg jafn mikið og allir aðrir,“ segir hún. Viðbrögðin við færslunni hafa verið afar jákvæð og margir segja að orð hennar hafi hvatt þá til að sýna sjálfum sér meiri mildi og leyfa sér að lifa lífinu til fulls.