Fyrrum fegurðardrottningin Anna Lára Orlowska er nú á leið með sitt annað barn með unnusta sínum, Svavari Inga Sigmundssyni. Parið greindi frá óléttunni á afmælisveislu dóttur sinnar, Adriana Evu, sem fagnaði eins árs afmælinu í byrjun október.
Anna Lára deildi einnig tilkynningu um stækkun fjölskyldunnar á Instagram-síðu sinni. Hún skrifaði: „Þakklát fyrir lífið okkar. Elsku draumastelpan okkar Adriana Eva fagnaði 1 árs afmælinu sínu í dag ásamt því að tilkynna öllu okkar besta fólki að það væri litill bróðir á leiðinni.“
Anna Lára, sem hlaut titilinn Ungfrú Ísland árið 2016, og Svavar trúlofuðu sig í júlí 2022. Smartland sendir fjölskyldunni innilegar hamingjuóskir.