Joyce og Gab, tveir hæfileikaríkir gestakokkar frá Líbanon, munu taka yfir eldhúsið á veitingastaðnum Sumac við Laugaveg 28 dagana 26. og 27. september næstkomandi. Á þessum dögum verður boðið upp á einstaka líbanska veislu með sjö rétti, þar sem kryddin og bragðheimurinn verða í forgrunni.
„Við erum hrikalega spennt að fá Joyce og Gab til okkar í eldhúsið á Sumac um helgina. Þær hafa unnið á mörgum af bestu veitingastöðum í Beirut, þar á meðal á Baron, sem er á lista yfir 50 bestu veitingastaði í Miðausturlöndum,“ segir Þráinn Freyr Vigfússon, matreiðslumeistari og eigandi Sumac.
Sumac er þekktur veitingastaður með Michelin-meðmæli og hefur slegið í gegn fyrir ljúffengan og kryddaðan mat frá Miðausturlöndum. Þráinn bætir við að matargerðin sé sterkt innblásin af seiðandi borginni Beirut og Norður-Afríku, sem skapar spennandi sambland af bragðheimum.
Þetta er matarviðburður sem enginn sælkeri vill láta framhjá sér fara, og því er um að gera að tryggja sér borð í tíma.