Í morgun veitti Hamraborg 570.000 króna styrk til björgunarbátasjóðs Vestfjarða til að fjármagna kaup á nýju björgunarskipi í Ísafirði. Styrkurinn nemur 10.000 krónur fyrir hvert starfsár verslunarinnar, en hún fagnar 57 ára afmæli sínu þann 30. september næstkomandi.
Ragnar Kristinsson, gjaldkeri björgunarbátasjóðs, tók við styrknum af hendi bræðranna Gísla og Úlfi Úlfarssonum. Í tilkynningu frá björgunarbátasjóðnum kemur fram að Hamraborgarfjölskyldan hafi „alla tíð staðið þétt við bakið á samfélaginu og ekki síst okkur þegar sækja þarf vörur til þeirra á ólíklegustu tímum sólarhringsins.“