Hringveginum við Jökulsá í Lóni, austan Hafnar í Hornafirði, hefur verið lokað vegna flóðs sem er að valda skemmdum á veginum.
Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni er áin farin að flæða yfir veginn, og hefur verið varað við mikilli úrkomu á suðaustanlandi í dag og fram undir morgun.
Þeir sem hafa myndir af vatnavöxtunum eru hvattir til að senda þær á [email protected].