Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, gaf í kvöld fyrirmæli um loftárásir á Gaza. Samkvæmt heimildum hafa minnst 30 manns látið lífið í kjölfar þessara árása. Netanjahú sagðist það vera vegna þess að Hamas hefði brotið vopnahléið.
Árásirnar voru tilkynntar í yfirlýsingu sem skrifstofa Netanjahúss sendi út á samfélagsmiðlinum X fyrr í dag. Ákvörðunin kom eftir samráð um öryggismál, en í yfirlýsingunni voru ekki tilgreindar nánari ástæður.
Hamas hefur einnig sakað Ísraela um að hafa drepið hátt í hundrað Palestínumenn frá því að vopnahlé tók gildi. Ísraelska ríkisstjórnin heldur því fram að árásirnar séu viðbrögð við aðgerðum Hamas á ísraelska hermenn í Gaza.
Varaforseti Bandaríkjanna, JD Vance, hefur fullyrt að vopnahléssamningar haldi þrátt fyrir þessar árásir.