Jewells Chambers, þekktur samfélagsmiðlastjarna og ferðabloggari, hefur nýlega orðið móðir. Hún fæddi fyrstu dóttur sína, Eva, á föstudaginn, sem var einnig kvennafrídagurinn.
Chambers greindi frá þessum gleðitíðindum á Instagram síðunni sinni í gærkvöldi, þar sem hún deildi myndum af sér, sambýlismanni sínum, Haraldi Ægi Guðmundssyni, og nýfæddri dóttur þeirra.
Í færslunni skrifaði hún: „Þann 24. október breyttist líf okkar á þann stórkostlegasta hátt. Að segja að fæðingin hafi verið ævintýri væri vægt til orða tekið. Þó að ekkert hafi farið alveg eins og ég hafði skipulagt eða óskað mér í fæðingaráætluninni trúi ég heilshugar að allt hafi gerst eins og það átti að gerast fyrir okkur og litlu dóttur okkar. Ég mun segja nánar frá þessu, þar á meðal óvæntum áskorunum, á YouTube-rásinni minni.“
Færslan hefur hlotið mikla athygli og fengið yfir 5.000 „læka.“ Margir hafa óskað foreldrunum innilega til hamingju, þar á meðal leikkonan Aldís Amah Hamilton. Smartland óskar fjölskyldunni hjartanlega til hamingju.