Aðeins örfá hús verða heitavatnslaus vegna leka í loðnum við Bústaðaveg í Reykjavík, samkvæmt upplýsingum frá Veitum. Leki kom upp við bensínstöð Orkunnar á móti Skógarhlíð um þrjú leytið í dag.
Viðgerðarmenn frá Veitum eru nú á staðnum og hafa þeir þegar stöðvað lekann. Unnið er að því að laga skemmdirnar. Íbúar í Hlíðahverfi gætu orðið varir við minnkaðan þrýsting á heita vatninu meðan á viðgerð stendur.
Fólki er bent á að fylgjast með frekari tilkynningum á vef Veitna.