Í gærkvöldi eða nótt barst lögreglunni tilkynning um líkamsárás í Vallahverfi í Hafnarfirði. Um minni háttar meiðsli var að ræða og málið er nú til rannsóknar.
Frá klukkan 17 í gær til klukkan 5 í morgun voru alls 44 mál skráð í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Fjórir einstaklingar voru vistaðir í fangageymslu.
Einn maður var handtekinn í Kópavogi fyrir ofbeldi gegn opinberum starfsmanni og var hann vistaður í fangaklefa vegna ástands síns. Þrír aðrir voru handteknir í hverfi 103 vegna þjófnaðar úr verslun, en þeir voru látnir lausir að lokinni skýrslutöku.
Þá fékk lögreglan einnig tilkynningu um þjófnað úr tveimur öðrum verslunum í miðborginni. Í öðru tilvikinu var gerandinn í annarlegu ástandi og var vistaður í fangaklefa, en í hinu var aðilinn látinn laus eftir skýrslutöku.
Einn maður var handtekinn í hverfi 101 fyrir að stela úr bifreið en hann var einnig látinn laus að lokinni skýrslutöku. Auk þess voru eigendur tólf bifreiða sektaðir fyrir að leggja bílum ólöglega í hverfi 101.