Yfirvöld í Perú hafa handsamað meintan höfuðpaur þrefalds konumorðs, sem framið var í Argentínu, og dreift á samfélagsmiðlum. Sá grunaði, þekktur sem „Litli J“, var handtekinn í Pucusana, sem er um sjötíu kílómetra frá höfuðborginni Lima. Hann er á tvítugsaldri, með perúskt ríkisfang, og grunaður um að stýra glæpagengi í úthverfi Buenos Aires.
Matias Ozario, talinn hægri hönd Litla J, var einnig handtekinn. Samtals eru níu einstaklingar í haldi, grunaðir um að hafa myrt þær Morena Verdi og Brenda del Castillo, tvítugar frænkur, ásamt hinni fimm ára gamla Lara Gutierrez. Lík þeirra fundust í síðustu viku grafin í garði í úthverfi Buenos Aires, fimm dögum eftir að þær hurfu.
Yfirvöld segja að stúlkurnar hafi verið pyntaðar og myrtar í beinni útsendingu á lokaðri rás, sem viðvörun til þeirra 45 einstaklinga sem glæpagengi Litla J sakaði um að hafa rænt sig eiturlyfjum. Patricia Bullrich, öryggismálaráðherra Argentínu, þakkaði perúsku ríkislögreglunni fyrir ómetanleg aðstoðina sem hún veitti við að upplýsa málið.