Pawel Dobosz, framleiðslustjóri hjá Arnarlaxi, nýtir hráefnið sem hann framleiðir á hverjum degi til að skapa dýrindis sushi í sínum frístundum. Dobosz hóf störf hjá Fjarðalaxi, sem seinna sameinaðist Arnarlaxi, og hefur fyrirtækið vaxið hratt síðan þá.
„Munurinn á starfseminni nú og fyrir áratug er verulegur, og samhliða vextinum hefur verklagið þróast og batnað. Það er ekki nóg að starfsemin sé mjög vandlega skipulögð og öguð, heldur notum við einnig tækjabúnað af bestu gerð, og allt miðast í rétta átt,“ segir Pawel.