Reykjavíkurborg hefur ákveðið að segja upp samningi um gjaldtöku á bílastæðum á svæði 4, sem nær að meðal öðrum að Landspítalanum við Eiríksgötu, Fossvog, Háskólanum í Reykjavík, og Húsfélaginu við Borgartún 8-16 og Katrínartún 2.
Að sögn Lífar, hefur borgin verið með samninga um gjaldtöku á bílastæðum sem ekki eru á borgarlandi, þar á meðal við Landspítalann. „Nú erum við að fara frá því að veita þessa þjónustu,“ segir hún og bendir á að samkeppni hafi komið fram í þessum málum. Þess vegna sé borgin að hætta innheimtu gjalda og verðskrá fyrir lóðir sem ekki eru á hennar landi. Hún bætir því við að líklegt sé að fleiri slík uppsagnir muni fylgja í kjölfarið.
Líf bendir á að það verði á hendi þeirra sem eiga bílastæðin að ákveða hvernig fyrirkomulagi verði háttað, þar á meðal hvort farið verði í útboð á þjónustunni. „Spítalinn hefur t.a.m. lengi viljað vera með sína verðskrá,“ segir Líf.