Þrastalundur við Sogið hefur verið settur á sölu af eigendum sínum, sem einnig selja eign sína við Vatnsveg 5 í Reykjanesbæ. Markmið eigendanna er að leggja grunn að nýrri uppbyggingu á öðrum stað á Suðurlandi.
Þrastalundur er einn af þekktustu áningarstöðum landsins. Þar hefur verið rekin veitingastaður hannaður af Leifi Welding, staðsettur í miðju Gullna hringsins. Á undanförnum árum hefur staðurinn notið mikilla vinsælda meðal bæði innlendra og erlendra gesta. Þannig hefur heimsfrægur matreiðslumeistari, Gordon Ramsay, heimsótt staðinn í fjögur ár í röð.
Eigendur staðarins hafa þegar hugsað um uppbyggingu stórs hótels í tengslum við núverandi veitingastað, þar sem Þrastalundur er einstakur staður þar sem náttúra, saga og framtíðar möguleikar mætast á einum fallegasta stað Suðurlands. Þeir telja að nýju eigendurnir muni hafa næg tækifæri til að þróa svæðið.
Auk Þrastalundar er eignin við Vatnsveg 5 samsett úr sex íbúðum og bílskýlum, sem býður upp á fjölbreytta nýtingarmöguleika, þar á meðal fyrir hótel eða þjónustustarfsemi. Nýtt aðal- og deiliskipulag gerir ráð fyrir mikilli uppbyggingu á svæðinu, þar sem heimilt er að byggja stórt hótel eða fjölbýlishús í tengslum við núverandi byggingar.
„Við fjölskyldan erum að hefja spennandi uppbyggingu annars staðar, og því höfum við ákveðið að selja þessar eignir,“ segir Sverrir Einar Eiríksson, eigandi Þrastalundar. Þrastalundur var fyrsti áningarstaðurinn, þar sem saluskáli var opnaður árið 1967, og er því hluti af sögu landsins.