Ástralska TikTok-stjarnan Sooklyn, sem er einnig þekkt sem Brooklyn, hefur nýverið deilt neikvæðum reynslusögum af íslenska flugfélaginu Icelandair. Hún birti myndband þar sem hún hvetur fylgjendur sína til að forðast að fljúga með þessu flugfélagi.
Í myndbandinu fer Brooklyn yfir að þegar hún og unnusti hennar mættu á flugvöllinn til að fljúga til Íslands, var þeim tilkynnt að þau væru með svokallaðan standby-miða, þrátt fyrir að hafa bókað flugið um sjö mánuðum fyrr. Þrátt fyrir að þau fengu að lokum að fara um borð í flugið og að Brooklyn fékk uppfærslu í Saga Class, sagði hún að hún hefði frekar kosið að sitja í síðustu röð í almennu farþegaflugi en að þurfa að ganga í gegnum álagið sem fylgdi óvissunni um hvort þau myndu komast í flugið.
Brooklyn lýsir því að það sé sérstaklega pirrandi að vita að flugvélin hafi verið yfirboðuð um allt að 25 farþega. Af þeim sökum hafi 25 einstaklingar ekki komist til Íslands og þurft að bíða til næsta dags. Í athugasemdum við myndbandið tjáir hún undrun sína yfir því hvernig þetta geti verið löglegt. Hún bætir við að slíkt sé ólöglegt í Ástralíu, þegar fylgjendur hennar benda á að yfirboðun sé algeng venja hjá flugfélögum víða um heim.
„Hver vissi að það væri löglegt að yfirboða flug?“ skrifar hún og heldur áfram: „Taktu þetta sem merki um að bóka aldrei með Icelandair. Fegin að við komumst á leiðarenda en það munaði engu.“
Eftir að flugið lent á Íslandi, lýsir Brooklyn að þau hafi komið daginn eftir snjódaginn mikla, sem nýverið gekk yfir höfuðborgarsvæðið. Hún segir að þau hafi verið skelkuð við að keyra í þeim aðstæðum, þar sem þau þekki ekki annað eins í heimalandi sínu, Ástralíu.
Myndbandinu lýkur með því að þau eru komin á hótel þar sem þau láta fara vel um sig í heilsulind. Brooklyn segir að það hafi verið kærkomin bót í bú eftir langt og áreynslumikið ferðalag.