Í gærkvöldi varð bílasprenging í Nýju-Delí, höfuðborg Indlands, þar sem að minnsta kosti tíu manns létust og fjöldi annarra særðist. Sprengingin átti sér stað á fjölmennum stað í hjarta borgarinnar, ekki langt frá Rauða virkinu, sem er þekkt kennileiti frá 18. öld.
Samkvæmt upplýsingum frá lögregluyfirvöldum kom sprengingin upp í bílnum sem var á ferðinni áður en hann stoppaði við rauðu ljósi. Eldur kviknaði í a.m.k. níu ökutækjum í kringum sprengingu, sem olli miklum skaða á svæðinu.
Mikill viðbúnaður er nú á svæðinu þar sem þúsundir ferðamanna heimsækja Rauða virkið daglega. Því hefur verið ákveðið að loka kennileitinu fram á föstudag. Þó að ekki sé vitað hvað olli sprengingunni, hefur Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, lofað að þeir sem bera ábyrgð verði sóttir til saka. „Við munum komast til botns í þessu máli,“ sagði ráðherrann í yfirlýsingu sinni.