Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, kom til Beijing í dag, þar sem hún var heiðruð af kínverskum stjórnvaldi eftir um tólf tíma flug frá Heathrow flugvelli í London. Móttakan fór fram á viðhafnarsvæði flugvallarins, þar sem heiðursvörður beið forsetans, ásamt kínverskum fjölmiðlum, áður en íslenski hópurinn hélt í bílalest inn í miðborg Beijing.
Með forsetanum í för er Þorbjörg Sigrið Gunnlaugsdóttir, dómsmálaráðherra, og þær munu báðar taka þátt í kvennaráðstefnu sem haldin er í Beijing af kínverskum stjórnvöldum í samstarfi við UN Women.
Á þriðjudag á Halla fund með forseta Kína, áður en hún heldur til Shanghai á miðvikudag, þar sem hún á í viðræðum við leiðtoga borgarinnar og fulltrúa íslenskra fyrirtækja.