Í Bandaríkjunum eru hundruð þúsunda ríkisstarfsmanna heima í dag þar sem ekkert samkomulag náðist á þingi um bráðabirgðafjárlöggjöf. Fresturinn rann út í gærkveldi.
Ymsar stofnanir eru lokaðar í dag, nema þær sem sinna ómissandi þjónustu. Repúblikanar hafa meirihluta í báðum deildum þingsins, en þeir náðu ekki að tryggja nægan stuðning Demókrata til að fá fjárloðin samþykkt. Sjö atkvæðum vantaði upp á að samþykkt næði fram að ganga.
Samkvæmt heimildum er búist við að um 750.000 opinberir starfsmenn verði sendir í leyfi gegn vilja sínum. Þeir munu ekki fá laun fyrr en samið hefur verið um bráðabirgðafjárlöggjöf og þeir kvaddir aftur til vinnu.
Þjóðskjalasafn Bandaríkjanna í Washington er meðal þeirra stofnana sem eru lokaðar í dag.
Uppákomur af þessu tagi hafa oft áhrif á ríkisrekstur og þjónustu við almenning, þar sem mörg verkefni eru stoppuð þar til samkomulag náist.