Margret Thatcher, einn af merkustu stjórnmálamönnum tuttugustu aldar, hefði orðið hundrað ára í dag. Hún fæddist í Grantham í Lincolnshire 13. október 1925, dóttir kaupmannsins Alfreds Roberts og konu hans, Beatrice.
Frá unga aldri var Margret þekkt fyrir vinnusemi, einbeitingu og gáfur. Hún hlaut styrk til náms við Oxford-háskóla, þar sem hún var formaður íhaldsstúdenta í eitt misseri. Hún lauk prófi í efnafræði árið 1947.
Á námsárum sínum í Oxford las hún hina þekktu bók Friedrichs von Hayek, „Leiðin til ánauðar“, sem kom fram með þeirri fullyrðingu að nasismi og kommúnismi væru tvær hliðar á sama myntinu. Bókin hafði mikil áhrif á skoðanir hennar og leiddi til þess að hún varð virk í Íhaldsflokknum.
Þegar hún var valin frambjóðandi flokksins í Dartford kynntist hún Denis Thatcher, efnum manni, sem var nokkru eldri. Þau gengu í hjónaband árið 1951. Margret náði ekki kjöri í Dartford í tveimur kosningum, en lauk lagaprófi árið 1953. Sama ár eignuðust þau hjónin tvíbura.