Ragnheiður Jónu Ingimarsdóttir, sveitarstjóri Þingeyjarsveitar, var sagt upp störfum í gær. Gerður Sigtryggsdóttir, fráfarandi oddviti E-listans, staðfesti þetta í samtali við mbl.is. Hún mun taka við starfi sveitarstjóra út kjörtímabilið.
Gerður vildi ekki tjá sig um ástæður uppsagnarinnar þar sem um er að ræða starfsmannamál. Ragnheiður var ráðin sveitarstjóri Þingeyjarsveitar í mars 2023 og hafði verið ráðin út kjörtímabilið.
Þetta er í annað sinn sem Gerður sest í stól sveitarstjóra á þessu kjörtímabili. Hún starfaði sem sveitarstjóri Þingeyjarsveitar í janúar 2023 eftir að Jón Hrói Finnsson lét af störfum og þar til Ragnheiður var ráðin.
Knuður Emil Jónasson tekur við af Gerði sem oddviti E-listans, en hann var áður varaoddviti listans.