Þjóðverjar hafa tilkynnt um áform um að verja 35 milljörðum evra, eða um 5.000 milljörðum króna, í geimvörnum fyrir árið 2030. Varnarmálaráðherra Þýskalands, Boris Pistorius, greindi frá þessu í dag á ráðstefnu um geiminn í Berlín.
Pistorius sagði að ástæða þessa fjárfestingar væru ógnir sem stafa frá Rússlandi og Kína á þessum sviðum. „Rússland og Kína hafa síðustu árin stóraukið getu sína til að stunda hernað í geimnum,“ sagði hann. Ríkin gætu truflað móttöku og sendingu upplýsinga um gervihnetti, jafnvel eyðilagt þá, bætti hann við.
„Það eru engin landamæri eða heimsálfa í geimnum,“ hélt Pistorius áfram. Hann lagði áherslu á mikilvægi þess að ræða uppbyggingu hernaðarmátts í geimnum, sem ætti að hafa fælingarmátt.
Í framtíðarplönum Þjóðverja munu varnarinnviðir í geimnum samanstanda af öflugu neti gervihnatta, fjarskiptastöðvum á jörðu niðri, getu til að skjóta gervihnetti á loft á öruggan hátt, auk netöryggisbúnaðar fyrir öll geimfjarskiptakerfi.